Hans Klaufi kemur austur

Leikhópurinn Lotta verður mun sýna Hans Klaufa hér á Austurlandi nú í vikunni. Þau munu sýna Djúpavogi, Neskaupstað, Vopnafirði og á Egilsstöðum. Um er að ræða glænýja leikgerð af þessu vinsæla leikriti en þau sýndu það fyrst árið 2010. 

 

Leikhópurinn Lotta hefur sérhæft í leiksýningum utandyra og hefur hefur ferðast vítt og breytt um landið til að skemmta Íslendingum á öllum aldrei. Hópurinn er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir þegar kemur þekktum sögum. 

Frægt er þegar varð uppi fótur og fit þegar einhverjum áhorfandanum sárnaðist við að sjá að litla hafmeyjuna varð samkynhneigð í höndum leikhópsins frekar en gagnkynhneigð. Svo frægt varð þetta að gert var grín að þessu öllu saman í áramótaskaupinu. Vonandi hefur sá sem sárnaði þetta svona jafnað sig. 

Hans Klaufi hefur gengið gegnum endurnýjun lífdaga í nýrri leikgerð hópsins. „Við ákvaðum að breyta sýningunni talsvert mikið. Við bættum við þremur nýjum lögum. Eiginlega bara betrum bætt og fært það í nútímann,“ segir Andrea Ösp Karlsdóttir leikkona og einn stofnandi leikhópsins. 

Í fréttatilkynningu frá hópnum segir. „Verkið er sannkölluð ævintýrablanda sem sækir mikið af efniviði sínum í sígildu ævintýrin okkar. Þannig munum við kynnast Öskubusku, stjúpsystrum hennar og prinsi sem breytt verður í frosk. Við munum stinga okkur á snældu, reyna að sofna með eina litla baun undir 100 ábreiðum og standa í háum turni og láta okkur vaxa hár sem nær alla leið niður á jörðina. Síðast en ekki síst munum við fylgjast með ævintýrum hins klaufalega Hans, Hans Klaufa.“

Hópurinn frumsýndi þetta nýja ævintýri um Hans Klaufa 18. janúar síðastliðin í Tjarnarbíó í Reykjavík. 

„Við erum búin að vera sýna þar hverja helgi ásamt því að ferðast um landið og höfum nú sýnt yfir 50 sýningar á 20 stöðum um allt land. Við er mjög glöð að vera komin austur því það er alltaf gaman að koma hingað og sýna verkin okkar. Við erum mjög spennt.“ 

Frekari upplýsingar má finna á viðburðasíðum sýngingarinnar. Eins og fyrr segir fara sýningar fram á Djúpavogi, Neskaupstað, Vopnafirði og Egilsstöðum

 

Úr sýningunni Hans Klaufi. Myndin er úr einkasafni. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar