Skip to main content

Hefja þarf byggingu reiðskemmu í haust

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. sep 2009 22:18Uppfært 08. jan 2016 19:20

Fulltrúar hestamannafélagsins Blæs óskuðu eftir fjárstuðningi til byggingar reiðskemmu í Norðfirði á fundi með bæjarráði Fjarðabyggðar nú í vikunni. Samkvæmt samningi milli Blæs og landbúnaðarráðuneytisins þarf að hefja byggingu reiðskemmunar í haust. Í bókun bæjarráðs segir að ráðið sé sammála um að leita allra leiða til þess að af byggingu reiðskemmunnar geti orðið.

hestur.jpg

Fulltrúar hestamannafélagsins Blæs þeir Guðbjartur Hjálmarsson og Guðröður Hákonarson sátu þennan lið fundarins. Samkvæmt samningi milli Blæs og landbúnaðarráðuneytis þarf að hefja byggingu reiðskemmu í haust.  Bæjarráð er sammála um að leita allra leiða til þess að af byggingu geti orðið.