Heimsganga í þágu friðar

Heimsgangan er aðgerð sem fer fram í 90 löndum frá 2. október 2009 til 2. janúar 2010 og hefur Ísland nú bæst í þann hóp. Markmið  Heimsgöngunnar er að skapa vitundarvakningu sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist,  svipaða þeim breytingum sem orðið hafa á viðhorfum til umhverfismála á síðustu áratugum. 

peacesign.jpg

Takmark Heimsgöngunnar er að fordæma hið stórhættulega ástand í heiminum, sem færir okkur nær og nær kjarnorkustríði og skapa í staðinn kringumstæður sem leitt geta til friðar og tilvistar án ofbeldis.
Gangan sjálf hefst á fæðingardegi Gandhis, 2. október 2009 á Nýja Sjálandi, stendur yfir í 3 mánuði og endar við rætur Aconcagua, hæsta fjalls Suður-Ameriku 2. jan 2010.

,,Á Íslandi vonumst við til að i lok ársins hafi flest samtök og opinberir aðilar tekið virkan þátt í þessari aðgerð.  Að flestir Íslendingar verði meðvitaðir um hana og vonandi farnir að leggja sitt af mörkum til að við getum loksins farið að búa í heimi án ofbeldis,“ segir Helga R. Óskarsdóttir, sem samhæfir Heimsgönguna á Íslandi.

Í maí er stefnt að fjölþjóðlegri göngu frá Hlemmi að Ingólfstorgi í Reykjavík.

Meðal stuðningsaðila Heimsgöngunnar hér á landi eru Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Hjallastefnan, KSÍ,  SAMFÉS, Skáksamband Íslands og Samband íslenskra framhaldsskólanema.

 Sjá nánar www.heimsganga.is 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar