Heitt vatn gusast upp í Skaftafelli

Heitt vatn sprautaðist upp úr 300 metra djúpri borholu við tjaldstæðið í Skaftafelli í fyrrinótt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu. Skaftafell hefur fram til þessa flokkast sem kalt svæði í jarðfræðilegum skilningi, en áður höfðu verið boraðar tvær holur niður á 200 metra dýpi sem ekkert gáfu. Vatnajökulsþjóðgarður stóð að boruninni ásamt sveitarfélaginu Höfn í Hornafirði sem styrkti hana sérstaklega, en Jarðboranir sáu um framkvæmd verksins.

72287607_vo1xsgdt_icelandaug061248.jpg Vatnið var 43 gráður við yfirborð jarðar en 47 gráða heitt neðst í holunni. Þrýstingurinn var mikill að sögn þeirra sem voru viðstaddir þegar vatnið fannst. Ætlunin er að nota vatnið í þjóðgarðinum, en sem dæmi má nefna að húsin í Skaftafelli hafa hingað til verið hituð með gas- og rafmagnskyndingu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar