Helgin; Skógardagurinn mikli, Enn gerum við gagn og fleira
„Ég hef enga trú á öðru en að góða veðrið flýti sér aðeins,” segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður í Hallormsstað, um Skógardaginn mikla sem haldinn verður á morgun.Er þetta fimmtánda árið í röð sem Skógardagurinn mikli er haldinn í Mörkinni í Hallormsstað. Bergrún Arna segir dagskrána með hefðbundnu sniði, en þó sé vert að nefna nýjar tímasetningar á skógarhlaupi og skemmtiskokki, en dagskrána má sjá hér.
„Þarna verður allt á sínum stað, pylsur í hundraðavís, ketilkaffi og lummur að hætti skógarbænda, grillað naut og lamb auk ýmiss konar afþreying fyrir alla. Svo auðvitað góða veðrið,” segir Bergrún Arna, en einmuna blíða hefur einkennt Skógardaginn hingað til en nú gera spár ráð fyrir að sólin láti ekki sjá sig fyrr en á sunnudag. Bergrún Arna blæs á það og spáir því sjálf að sólin láti sjá sig strax á laugardag.
Aðspurð um væntanlegan gestafjölda segir Bergrún Arna; „Undanfarin ár hefur þetta verið á bilinu 1400-1800 manns. Ég hvet alla til þess að kíkja á okkur og njóta dagsins og þess að vera í nánd við okkar góða samfélag.”
At Three Miles an Hour
Sýningin At Three Miles an Hour opnar á laugardaginn klukkan 17:00 í Ströndin Studio. Afrakstur alþjóðlegra listamanna sem tóku þátt í þematengdu vinnustofunni Wanderlust á vegum Skaftfells í samvinnu með Jessicu Auer. Allir eru velkomnir.
Enn gerum við gagn – í Mjóafirði á sunnudaginn
Áheitagöngunni „Enn gerum við gagn“ til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða lýkur á sunnudaginn sameininglegri göngu fulltrúa félaga eldri borgara í Fjarðabyggð og Djúpavogshreppi.
Allir velunnarar verkefnisins á öllum aldri eru velkomnir að taka þátt í stuttu göngunni að Sólbrekku. Einnig eru allir íbúar byggðarlaganna og aðrir áhugasamir boðnir velkomnir í grillveizluna, en vegna undirbúnings þurfa þeir sem ekki teljast göngumenn á vegum félaganna, að tilkynna þátttöku í síma 895-9951 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eigi síðar en að kvöldi 21. júní. Nánari upplýsingar um tímasetningar má sjá hér.