Hleypur á snærið

Í liðinni viku var þorskkvótinn aukinn um 30.000 tonn eins og flestir vita, en hvað þýðir þetta í raun fyrir lítil samfélög eins og Fáskrúðsfjörð? Jú það að til dæmis bara Loðnuvinnslan hf. fær í sinn hlut um það bil 275 tonn, sem er að sögn Kjartans Reynissonar útgerðastjóra hartnær mánaðar vinnsla til sjós og lands og munar um minna.

89e03b59-2012-4a7a-984f-78389ed05044.jpg

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf í síðustu viku út reglugerð þar sem hámarksafli í þorski er aukinn um 30 þúsund tonn. Heildaraflamark verður því 160 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári, í stað 130 þúsund tonna sem áður hafði verið ákveðið.

Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að með þessari ákvörðun sé stefnt að nokkru hægari uppbyggingu viðmiðunarstofns og  hrygningarstofns en áður hafði verið áformað.
Jafnframt er gert ráð fyrir að á næsta fiskveiðiári verði heildaraflamark í þorski eigi lægra en 160 þúsund tonn.

  1bbf94eb-6c9a-4bee-b489-e1dd30f5d4da.jpg  

Myndir:  Óðinn Magnason

Myndirnar eru úr sal í frystihúsi LVF og húsakosti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar