Hlymsdalir skal hún heita

Ný félagsaðstaða eldri borgara á Fljótsdalshéraði ber nafnið Hlymsdalir. Aðstaðan er á 530 fermetrum á jarðhæð nýbyggingar í miðbæ Egilsstaða og hin glæsilegasta. Malarvinnslan byggði húsið. Íbúðir eru enn í smíðum á efri hæðum og ætlaðar fólki yfir miðjum aldri.

 

 

 

 

 

 

 Á myndinni má sjá Önnu Einarsdóttur afhenda hjónunum Erlu Jóhannsdóttur og Boga Ragnarssyni viðurkenningu fyrir nafngift húsnæðisins.

hlymsdalir_1.jpg

Félagsmiðstöðin Hlymsdalir var formlega tekin í notkun í dag. Um sjötíu gestir voru viðstaddir. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir vígði aðstöðuna og bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, formaður Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði og fleiri fluttu ávörp. Jafnframt voru félagsmiðstöðinni gefnar góðar gjafir. Efnt var til samkeppni um gott nafn á húsnæðið og bárust tillögur að 56 nöfnum. Anna Einarsdóttir hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs afhenti hjónunum Erlu Jóhannsdóttur og Boga Ragnarssyni á Eyvindará viðurkenningu fyrir vinningstillöguna og hlýtur aðstaðan því nafnið Hlymsdalir. Nafnið kemur úr fornaldarsögum Norðurlanda; úr Völsungasögu og Ragnars sögu Loðbrókar. Hlymsdalir koma og fyrir í ljóði Gríms Thomsen og læknisbústaðurinn á Djúpavogi ber sama nafn.

 

 

 

 

 hlymsdalir5.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar