Hoffellið fann makríl vestur að Kolbeinsey
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. ágú 2009 16:27 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Makríll fannst allt vestur að Kolbeinsey í leiðangri sem Hoffellið SU, skip Loðnuvinnslunnar, fór fyrir Hafrannsóknarstofnun.
„Mér finnst mjög merkilegt til þess að vita að makríll skuli finnast svona djúpt norður af landi sem raun ber vitni, alveg norður fyrir Kolbeinsey. Við fundum engan makríl vestan við eyna enda er makríllinn bundinn við hlýja sjóinn,“ er haft eftir Bergi Einarssyni, skipstjóra á Hoffellinu í Fiskifréttum í dag. Loðna kom á móti fram í kaldasjónum djúpt úti fyrir norðvestanverðu landinu. Leiðangur Hoffellsins stóð í fimm daga og leitaði skipið meðfram Norður- og Austurlandi.