Hoffellið fann makríl vestur að Kolbeinsey

Makríll fannst allt vestur að Kolbeinsey í leiðangri sem Hoffellið SU, skip Loðnuvinnslunnar, fór fyrir Hafrannsóknarstofnun.

 

Image„Mér finnst mjög merkilegt til þess að vita að makríll skuli finnast svona djúpt norður af landi sem raun ber vitni, alveg norður fyrir Kolbeinsey. Við fundum engan makríl vestan við eyna enda er makríllinn bundinn við hlýja sjóinn,“ er haft eftir Bergi Einarssyni, skipstjóra á Hoffellinu í Fiskifréttum í dag.

Loðna kom á móti fram í kaldasjónum djúpt úti fyrir norðvestanverðu landinu. Leiðangur Hoffellsins stóð í fimm daga og leitaði skipið meðfram Norður- og Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.