Höttur fallinn

Höttur féll í dag úr 1. deild karla í körfuknattleik þegar liðið tapaði 94-80 fyrir Ármanni í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

 

ImageÁrmenningar voru miklu betri í fyrsta leikhluta og náðu þar með 17 stiga forskoti, 22-7. Gestirnir spiluðu illa, voru hræddir, nýttu færi sín illa og sjálfstraustið virtist ekkert. Þeir minnkuðu muninn samt í 26-13 fyrir lok fjórðungins. Þeir bitu betur frá sér í næsta leikhluta, leiddir áfram af Bayo Arigbon sem braust ítrekað í gegnum vörn Ármanns og ýmist skoraði eða vann víti. Í hálfleik var staðan 46-36.
Ármenningar héldu samt Hattarmönnum í þægilegri fjarlægð, um tíu stigum og bættu síðan við. Sveinbjörn Skúlason tognaði aftan í læri og varð að fara út af og Ragnar Óskarsson fór í burtu í fússi eftir dapran þriðjan leikhluta. Staðan í lok hans var 72-56. Undir lok leikhlutans fóru Ármenningar að keyra skyndisóknir af miklum móð, þar sem Hermann Maggýarson negldi boltanum fram, að hætti Ólafs Stefánssonar eða leikstjórnanda í NFL, gjarnan á Steinar Kaldal sem var fremstur og kláraði einföld færin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar