Hugstormun á Djúpavogi


Kynningar- og hugstormunarfundur vegna áforma um styrkingu atvinnulífs í fámennum byggðarlögum.

Hótel Framtíð þriðjudaginn 12. Febrúar 2008 KL. 17:30


Fyrir skömmu var sett á laggirnar nefnd á vegum forsætisráðuneytis, sem hefur það hlutverk að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf og samfélag í fámennum byggðarlögum á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Hvað varðar Austurland er sjónum ráðamanna m.a. beint að Djúpavogs-hreppi. Fyrir liggur að ákveðið fjármagn er „í pípunum“, eyrnamerkt áformum stjórnvalda, en jafnframt er ljóst að því aðeins ná málefni fram að ganga að hlutaðeigandi ráðuneyti viðurkenni þau og lýsi vilja til að koma að málum, eftir að hugmyndir hafa farið í gegnum „nálaraugu“ nefndar þeirrar er um ræðir og hún - eftir atvikum - mælt með framgangi þeirra.

Skv. skipunarbréfi er nefndinni, sem á að skila forsætisráðherra tillögum fyrir lok apríl 2008, m. a. ætlað að gera tillögur um mögulega styrkingu menntunar og rannsókna, uppbyggingu iðnaðar og þjónustu og flutning starfa frá höfuðborgarsvæðinu til byggðarlaga á umr. svæðum, er eiga mest í vök að verjast.

Brýnt er talið að frumkvæði og eftirfylgni með þeim tillögum, sem nefndin mun leggja til við forsætisráðherra, komi frá heimamönnum og að undirbúningur sé vandaður sem og útfærsla tillagna. Í því skyni hefur nefndin látið útbúa sérstakt eyðublað til að fylla út vegna hverrar hugmyndar. Megináherslur í tilvitnuðu ebl. (en það gæti undirrit. afhent í tölvut. formi) eru ........

Tillaga / nafn tillögu.
Lýsing / helstu atriði tillögu í stuttu en hnitmiðuðu máli.
Markmið / markmið tillögunnar tekin fram og möguleikar til framþróunar/vaxtar.
Ábyrgð og framkvæmd / Hver mun bera áb. á verkefninu t.d. ráðuneyti/stofnun í samv. við fyrirtæki/sveitarfélag.
Tímaáætlun / Hvenær er gert ráð fyrir að verkefnið hefjist og ef við á hvenær starfsemi verði komin í gang.
Stöðugildi / Hve mörg stöðugildi er áætlað að verði til með framkvæmd tillögunnar í byrjun og þegar á líður.
Kostnaðaráætlun / Skilgreindur skal kostnaður verkefnisins í stuttu máli og væntanleg arðsemi ef einhver er.
Fylgiskjöl (ef einhver eru).

Talsmenn Djúpavogshrepps telja koma til greina að sveitarfélagið og fyrirtæki / einstaklingar vinni saman að útfærslu ákv. verkefna, en ekkert virðist standa í vegi fyrir að hugmyndir verði lagðar inn til nefndarinnar frá einstökum aðilum/fyrirtækjum. Ljóst er að Djúpavogshreppur mun leggja áherzlu á verkefni, sem þegar eru komin í gang á vegum sveitarfélagsins. Við höfum óskað liðsinnis Þróunarfélags Austurlands að fullvinna hugmyndir til nefndarinnar og þyrftu því frumhugmyndir að berast þeim eigi síðar en 14. feb. Ljóst er því að vinna þarf hratt, þar sem frestur til að senda inn endanlegar ums. / hugm. rennur út 20. feb. n.k. Nefndin mun skila forsætisráðherra tillögum fyrir lok apríl nk., og er reiknað með að hún hafi lokið störfum í maí.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.