Í eigu sömu ættar síðan 1532

„Sérstaklega varðandi erlendu ferðamennina þá vilja þeir fara út fyrir þessa hefðbundnu túristastaði, skoða þar sem ekki er krökkt af fólki og er öðruvísi,“ segir Eyþór Bragi Bragason, safnstjóri að Burstarfelli í Vopnafirði.

Sjónvarpsstöðin N4 tók hús á Eyþóri fyrir skemmstu og forvitnaðist um mikla og merka sögu þessa fallega staðar sem er án vafa í hópi mestu menningargersema hér austanlands.

Aðspurður um merkilegustu sögurnar af staðnum er Eyþór ekki lengi til svars.

„Merkilegasta sagan hér er að mínu viti um Álfkonudúkinn af því að sjálfur dúkurinn er til og saga hans er mjög merkileg.“

Þar á hann við um sögu þá er lesa má um í þjóðsagnabálki Jóns Árnasonar en þar er greint frá sýslumannskonu að Burstarfelli sem aðstoðar álfkonu í barnsnauð og fær að launum dýrindis dúk ofinn úr guðavef.

Nánar má fræðast um staðinn, dúkinn og fleira í þætti N4 hér að neðan.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.