Jökulvatn seytlar upp um rannsóknarholu

ImageVatn úr göngum Kárahnjúkavirkjunar rennur upp um rannsóknarholu sem boruð var í fyrrasumar skammt innan vegar niður að Aðgöngum eitt, fyrir ofan Valþjófsstað í Fljótsdal. Ekki er talið að hægt sé að stöðva lekann fyrr en vatnsborð lækkar í Hálslóni í vor.

 

Landsvirkjun lét vita af lekanum í lok seinasta árs. Um er að ræða rannsóknarholu sem boruð var niður í aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar. Upp um rör sem er 15-20 sm vítt rennur jökulvatn. Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshéraðs segir lekann töluverðan, eða eins og rörið rúmar.

„Þegar ég var á ferðinni rann vatnið út í móa fyrir neðan og var ekki farið að mynda neitt landbrot. Trúlega leitar vatnið í nálæga læki. Ekki er hægt að útiloka að áhrifa gæti gætt í fjallinu með landbroti og svo eru vatnsból bæjanna neðst fjallinu og mikilvægt að þeim sé ekki stofnað í neina hættu. Það sýnist nú ekki verkfræðilega óframkvæmanlegt að stöðva vatnsrennslið og farið verður fram á að það verði gert.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar