Jóna Kristín austur

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, verður væntanlega næsti sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli.

 

ImageValnefnd kom saman í gær og lagði til að Jóna verði valin sem sóknarprestur. Biskup Íslands skipar sóknarprestinn. Þrír umsækjendur sóttu um embættið, en einn dró umsókn sína til baka. Valið stóð því milli séra Hólmgríms Elísar Bragasonar, prests á Reyðarfirði og Jónu Kristínar.
Jóna Kristín var prestur í Neskaupstað fyrir tuttugu árum en varð eftir einn vetur eystra sóknarprestur í Grindavík. Sem slíkur starfaði hún til ársins 2006 er hún varð forseti bæjarstjórnar og síðan bæjarstjóri fyrir rúmu ári. Framundan eru því önnur bæjarstjóraskiptin í Grindavík á kjörtímabilinu. Embættið á Kolfreyjustað veitist frá 1. september. Í tilkynningu frá meirihluta bæjarstjórnar í Grindavík kemur fram að Jóna Kristín verði bæjarstjóri næstu 2-3 mánuði. Ákveði biskup að skipa hana verður það samkomulag milli þeirra um hvenær hún komi austur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.