Jóna Kristín austur
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, verður væntanlega næsti sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli.

Jóna Kristín var prestur í Neskaupstað fyrir tuttugu árum en varð eftir einn vetur eystra sóknarprestur í Grindavík. Sem slíkur starfaði hún til ársins 2006 er hún varð forseti bæjarstjórnar og síðan bæjarstjóri fyrir rúmu ári. Framundan eru því önnur bæjarstjóraskiptin í Grindavík á kjörtímabilinu. Embættið á Kolfreyjustað veitist frá 1. september. Í tilkynningu frá meirihluta bæjarstjórnar í Grindavík kemur fram að Jóna Kristín verði bæjarstjóri næstu 2-3 mánuði. Ákveði biskup að skipa hana verður það samkomulag milli þeirra um hvenær hún komi austur.
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.