Jólaljósin víða tendruð í fjórðungnum um helgina

Víða verða ljósin kveikt á jólatrjám á Austurlandi um helgina, en fyrsti í aðventu er næstkomandi sunnudag.



Á flestum stöðum verða jólalög sungin, jólasveinar á ferðinni og sannkölluð jólastemmning ríkjandi fyrir alla fjölskylduna.

 

 

 


Í Fjarðabyggð verða ljósin tendruð á eftirtöldum dögum.

Laugardaginn 26. nóvember

  • Eskifjörður klukkan 14:30
  • Neskaupstaður klukkan 16:00
  • Reyðarfjörður klukkan 16:00
  • Stöðvarfjörður klukkan 17:00

 

Sunnudaginn 27. nóvember

  • Mjóifjörður klukkan 16:00

Laugardaginn 3. desember
  • Fáskrúðsfjörður klukkan 17:00



Ljósin verða tendruð á jólatrénu við Nettó á Egilsstöðum næstkomandi laugardag klukkan 16:00.

Kveikt verður jólatrénu á Djúpavogi á sunnudaginn klukkan 17:00 á Bjargstúni.

Ekki liggur enn fyrir hvenær ljósin verða tendruð á jólatrénu á Seyðisfirði.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar