Jólasjóður

Jólasjóður með fjárhagsaðstoð hefur verið starfræktur um nokkurt skeið á Fljótsdalshéraði, Borgarfirði, Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði og er gott samstarf í kringum sjóðinn.

Fréttatilkynning:


Að Jólasjóðnum koma Rauða krossdeildir á svæðinu, Lionsklúbbar, Þjóðkirkjan, Afl Starfsgreinafélag, Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs og þá eru ótalin þau fjölmörgu fyrirtæki, félagasamtök og fyrirtæki sem styrkja sjóðinn með fjárframlögum. Stærsta úthlutun úr sjóðnum fer fram fyrir jól ár hvert og er þá veitt til þeirra sem erfitt eiga með að ná endum saman í kringum hátíðirnar. Einnig er hægt að sækja um í sjóðinn í annan tíma. Fyrir ári fór þessi jólaaðstoð til samtals 41 heimilis á svæðinu. 
 
Nú er kominn sá árstími sem flestir hlakka til, margir byrjaðir að setja upp ljós til að lýsa upp skammdegið og jólahátíðin er framundan. Því miður eru í okkar samfélagi einstaklingar og fjölskyldur sem kvíða þessum tíma og þá getur ástæðan verið fjárhagserfiðleikar.

Auglýst hefur verið eftir styrkjum í jólasjóðinn og viljum við þakka styrktaraðilum sjóðsins innilega fyrir veittan stuðning. Einnig vilja þeir sem að sjóðnum standa ná til þeirra sem aðstoðina þurfa. Hægt er að sækja um til Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs eða hafa samband við starfsmann Rauða krossins í Múlasýslu, presta Egilsstaðaprestakalls eða aðra þá sem að sjóðnum koma. Einnig eru ábendingar vel þegnar og hverjar þær vangaveltur er snúa að sjóðnum. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar