Jólayfirheyrslan: Bakstur, rjómi og Sigmund Freud

Marta Zielinska býr á Stöðvafirði og starfar í Kerskála í Alcoa. Henni fannst starfið erfitt í fyrstu en er mjög ánægð núna. Hún starfar sem leiðtogi á D vakt. Undanfarið hefur vakið athygli á Facebook fyrir falleg stjörnubrauð sem hefur verið að baka fyrir ættingja og vini. Marta er í yfirheyrslu vikunnar. 

 

 

 „Ég var alltaf ađ baka frá því ég var ung stelpa. Mamma bakaði alltaf á sunnudögum og þessi hefð hefur verið á æskuheimili mínu síðan við systkinin vorum pinku lítil,“ segir Marta. 

Þrátt fyrir langa hefð fyrir bakstri á heimili Mörtu er ekki langt síðan hún uppgötvaði stjörnukökuna.  „Ég baka mjög oft fyrir vinnuna. Til dæmis pólskar kleinur og spænska eftirréttinn Churros. Það var alltaf eitthvað. Svo var ég að horfa á matreiðslu þætti á  YouTube og sá einu sinni svona stjörnuköku. Mér fannst þetta svo flott að ég varð ađ prófa þetta. Síðan þá hef ég bakað þetta margoft. Fyrir fjölskylduna og vinnuna líka. 

 

Yfirheyrslan:

Fullt nafn: Marta Zielinska

Aldur: 33

Starf: Leiðtogi í Alcoa 

Maki: Setjum bara broskarl hérna ;)

Börn:  Lúkas sem er þriggja ára og svo Kaya sem er eins og hálfs árs. 

Áhugamál? Ég elska að baka, eins og allir vita sem þekkja mig. Svo ég elska að þrifa. Þá er ég alls ekki að tala um húsið mitt. Mér finnst gaman að þrífa staði þar sem er mjög skítugt og það er svo gaman að sjá árangurinn þegar búið er að þrífa. Skrítið, ég veit!

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?  Mjóifjörður, hræðilegur vegur en svo fallegt þegar maður er kominn.

Mesti áhrifavaldur? Allir sem ég hitti. Maður lærir alltaf af fólki sem maður hittir. En ef ég að velja einhvern sem ég myndi vilja vera þá vil ég það ekki. Ég er bara mjög sátt við mig eins og ég er. Fjölskyldan hans Steina vinar míns er frábær fyrirmynd. Alls ekki misskilja mig, ég á yndislega fjölskyldu. Ég myndi vilja að börnin mín væru eins og opin gagnvart mér og börnin þeirra eru gagnvart þeim. Svo mikil virðing á bága bóga. Frábært fólk!

Uppáhalds jólamatur? Enginn. Ég elska mat svo mikið að ég get ekki valið á milli. 

Þú ert með jólaboð, hvaða þrjár manneskjur úr mannkynssögunni myndir þú bjóða og af hverju? Og hvað myndirðu elda? Sigmund Freud, svo hann getur útskýrt hegðun fólks. Elon Must, svo ég geti sannfært um að setja ósýnilegar rúðuþurrkur á bíla. (Þær geta verið alveg óþolandi) og svo Gordon Ramsay svo ég geti sest og spjallað við hina tvo á meðan Gordon eldar eitthvað geggjað!

Uppáhalds jólahefð? Að bíða eftir að fyrstu jólastjörnunni sem birtist á himnum svo við gátum byrjað að borða. Þetta var hefð og við gerðum þetta alltaf þegar ég var lítil. Hlupum út í glugga til athuga hvort stjarnarn væri komin. Þetta tengist vitringum þremur sem eltu pólstjörnuna. Þrír vitringar, þrjár stjörnur. 

Hlustar þú á jólatónlist?  Ef svo er hvaða og hvaða þýðingu hafur hún fyrir þig? 

Gömul amerísk jólalög. Þau minna mig á jólin þegar ég var lítil. 

Um hvað hugsar þú þegar þú ert ein í bíl að keyra? EKKI KLESSA Á! Í alvöru. Ég keyri eins og amma, með fullri virðingu fyrir öllum ömmum þarna úti. Þegar ég keyri er andlitið á mér nánast klesst við framrúðuna.  

Hver er þinn helsti kostur?  Ég get hlegið að sjálfum mér. 

Hver er þinn helsti ókostur Ég næ ekki alltaf þegar fólk er kaldhæðið. Það er getur samt oft verið fyndið. Vinnufélagar mínir náðu mér oft. Svo er ég gjörn á að treysta fólki of mikið. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum þínum í desember og af hverju? Rjómi, ekki bara um jólin heldur alltaf! Ég nota rjóma í allt! Kaffi, sósur, bakstur, súpur. Kannski kominn tími að fara til læknis og athuga kólesterólið hjá mér

Ertu nammigrís? Hhhmmm, já!  Nammi, snakk, kex. Bara nefndu það.

Kaffi eða te? Bæði.

Hvað er leiðinlegasta húsverkið og af hverju? Ryksugaallt of mikill hávaði. Af hverju getur maður ekki bara moppað í staðinn. Þrífur betur og það kemur betri lykt og bara miklu skemmtilegra. 

Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Dagarnir hjá mér eru aldrei eins. Það fer eftir vöktum hjá mér. Til dæmis ef ég þarf mæta í vinnu þá vakna ég 05:30. Fer í sturtu, fæ mér kaffi og fer í vinnuna. Vinn til 16:00 og svo heim. Krakkarnir eru yfirleitt komin heim þegar ég kem. Þau hlaupa alltaf og taka á móti mér þegar ég kem. Yndislegt. Svo er þetta ósköp venjulegt, leika við krakkana, elda mat, krakkarnir fara í bað og ef ég hef tíma þá er það Netflix og nammi. Auðvitað eru ekki allir dagar svona en mjög algengir. 

Mesta afrek? Koma ein til Íslands, læra tungumál sem bara rétt rúmlega 300.000 talar, vera góð mamma og byrja nám í HA á íslensku. Ég get ekki valið bara eitt.

Duldir hæfileikar? Haha, enginn! Allt sem ég kann núna þurfti ég að læra,  kannski er það bara það, að vera mjög fljót ađ læra. En samt ekkert annað.

Hvað var síðasta gjöf sem þú gafst einhverjum? Sokkabuxur og bleikt mjúkt vesti, fyrir litla dömu, Lindu Líf.

Topp þrjú á þínum „bucket list“?  Ég vil ekki hljóma leiðinlega enn ég á engan „bucket lista.“ Til hvers ađ setja eitthvað á blað og vera mögulega ósatt ef ég næ ekki ađ framkvæma og klára listann.  Miklu betra að gera það sem við getum gert núna og vera glöð með næsta dag sem kemur.

 

Stjörnubrauð sem Marta bakar. Mynd: Marta Zielinska

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar