Jólin byrja í Dalahöllinni

Jólamarkaður Dalahallarinnar (reiðhöllin í Norðfirði) verður haldinn í 10. sinn laugardaginn 16. nóvember, frá kl. 12.00 - 17.00. Það er æskulýðsnefnd hestamannafélagsins  Blæs og stjórn Dalahallarinnar í Norðfirði sem standa fyrir markaðnum.


Jólamarkaður Dalahallarinnar hefur skapað sér sess í Fjarðabyggð sem táknrænt upphaf jólanna. Fjölskyldufólk af öllu Austurlandi kemur á markaðinn, enda margt í boði: Söngur og skemmtiatriði, harmonikuleikur og blásarasveit.

Fjölmargir aðilar leigja sölubása (borð) á markaðnum og þar má finna flest sem í boði er á mörkuðum sem þessum , allt frá flatbrauði yfir í hreindýrakjöt, prjónavörur og annað handverk. Hestamenn sjá svo um veitingarnar, kaffi, kakó, og allskonar!

Vinsældir jólamarkaðarins hafa aukist ár frá ári. Til gamans má geta þess að þegar hann var haldinn í fyrsta sinn var aðeins einn sölublás, en að þessu sinni verða þeir þrjátíu — plús!

 

Mynd: www.fjardabyggd.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar