Kanna þörf á fjarnámi á Austurlandi

Austurbrú, fyrir hönd Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, kannar nú þörf á fjarnámi á Austurlandi. Áætlað er að um 200 Austfirðinga rséu í fjárnámi á háskólastigi í dag, flestir við Háskólann á Akureyri.

Í tilkynningu segir að mikilvægt sé að kanna þörf fyrir fjarnám á svæðinu þar sem námsframboðið hafi verið óbreytt árum saman. Flestir stundi nám í menntavísindum og viðskiptafræði.

Ný svið hafi ekki bæst við síðustu ár og því sé rétt að kanna hvort bjóða þurfi upp á fleiri námsleiðir.

Könnunina má nálgast hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar