KFF staðfestir nýja leikmannasamninga

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) skrifaði  undir leikmannasamninga við þrjá leikmenn í dag og hefur tryggt sér einn enn að láni. Einnig var gerður nýr samningur við Landsbankann sem héldur áfram að vera einn af aðalstyrktaraðilum KFF. Merki bankans mun vera á búningum félagsins sem og öðru dreifingarefni.

kff_vefur.jpg

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) skrifaði  undir leikmannasamninga við Sigurð Donys Sigurðsson, Eirík Ingi Jónsson og Ævar Valgeirsson í dag. Síðastliðið sumar spilaði Ævar með nágrannaliðinu Leikni Fáskrúðsfirði. Sigurður Donys er uppalinn hjá Einherja Vopnafirði, en hefur leikið með Þór Akureyri, Huginn Seyðisfirði og Reyni Sandgerði undanfarin ár. Allir þessir leikmenn spila væng- eða  framherjastöður.

KFF  hefur fengið  Marinó Óla Sigurbjörnsson að láni frá Leikni Fáskrúðsfirði. Marinó hefur undanfarin ár spilað með Leikni og var m.a valinn íþróttamaður Leiknis á dögunum. Marinó spilar aðallega í stöðu vinstri bakvarðar. Þá er búið að framlengja samninga við þá Jóhann Ragnar Benediktsson og Grétar Ómarsson.  Allir þessir leikmenn að, frátöldum Sigurði Donys, eru uppaldir hjá aðildafélögum KFF.

kff_vefur_2.jpg

Efri mynd f.v: Eiríkur Jónsson, Marino Óla Sigubjörnsson, Elvar Jónsson stjórn KFF, Jóhann Ragnar Benediksson, Ævar Valgeirsson.

Neðri mynd aftari röð f.v: Jóhann Ragnar Benediktsson KFF, Marinó Óla Sigurbjörnsson KFF, Ævar Valgeirsson KFF, Eiríkur Jónsson KFF. Fremri röð f.v.: Sigurður Ásgeirsson Landsbanka Reyðafirði, Hjörvar O. Jensson Landsbankanum Norðfirði, Stefán Már Guðmundsson stjórn KFF og Gísli Benediktsson Lansbankanum Eskifirði.

Ljósmyndir/Jón Guðmundsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar