Höttur tapaði fyrir Haukum 58-51 í 1. deild karla í körfuknattleik um seinustu helgi. Þjálfari liðsins segist samt ánægður með frammistöðuna.
Leikurinn einkenndist af varnarleik sem birtist best í lokatölum leiksins. Í venjulegum körfuboltaleik er ekki óalgengt að lið skori 20 stig í leikhluta en það gerðist tvisvar á sunnudaginn, Höttur gerði það í öðrum leikhluta og Haukar í þeim seinasta. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-8 en 31-28 í hálfleik. Hattarmenn spiluðu vel í þriðja leikhluta og voru einu stigi yfir, 38-39 eftir hann. Að lokum sigu Haukar framúr með að skora síðustu sex stig leiksins. Bestir í liði Hattar voru Bayo Arigbon, Bandaríkjamaður sem spilaði sinn fyrsta leik en hann skoraði 23 stig og tók 16 fráköst og Ragnar Ólafsson sem skoraði níu stig og tók jafn mörg fráköst.Varnarleikurinn einkennandiÞrátt fyrir ósigurinn sagðist Hannibal Guðmundsson, þjálfari Hattar, ánægður með frammistöðuna. „Við spiluðum klassavörn sem var kannski á kostnað sóknarinnar. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og varnarleik. Tölurnar sýna líka að menn voru örlítið ryðgaðir eftir jólafríið. Mórallinn og baráttan voru góð hjá okkur og það vantaði að 1-2 leikmenn í viðbót hefðu stigið upp og þá hefðum við unnið.“Tvennt er athyglisvert við tölfræði leiksins. Í fyrsta lagi mörg sóknarfráköst, um 15 hjá hvoru liði, í öðru lagi arfaléleg þriggja stiga nýting. Alls voru skoraðar þrjár þriggja stiga körfur í leiknum úr 35 tilraunum.„Við fórum vel yfir fyrri leikinn sem við töpuðum 92-97. Við ákváðum og stíga upp í vörninni, sérstaklega að loka á þriggja stiga skotin, sem tókst.“Höttur mætir um helgina Hrunamönnum á Flúðum. Liðin berjast í neðri hluta deildarinnar og Hannibal á von á erfiðum leik. „Þeir fengu undanþágu til að leika í því húsi sem á að nota. Það er of lítið þannig að þetta verður erfiður leikur í algerri gryfju.“Stig Hattar: Bayo 23, Ragnar 19, Björgvin Karl 5, Sveinbjörn, Kristinn, Hannibal 4, Sturla 2.Gunnar Gunnarsson
Mynd:
Byrjar vel. Bayo Arigbon skoraði 23 stig og tók fráköst gegn Haukum. / GG
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.