Kvenleiðtogum úr dreifbýli boðið í evrópskan leiðtogaskóla

Konur sem stunda nýsköpun í dreifbýlissamfélögum býðst að sækja um þátttöku í vikulöngu námskeiði sem haldið verður í Króatíu í nóvember.

Um er að ræða Leiðtogaskóla Huawei í Evrópu (European Leadershipacademy) sem haldinn verður í Króatíu dagana 17. – 22. nóvember. Í tilkynningu segir að kvenfrumkvöðlum, nýsköpunarfólki og framtíðarleiðtogum úr dreifbýli í Evrópu sé boðið til námskeiðsins til að öðlast þá færni sem til þurfi virkja nýsköpun í sinni heimabyggð. Sérstök áhersla er lögð á hæfni sem varðar umskipi með stafrænni eða grænni tækni.

Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingum gefst tækifæri til að taka þátt í akademíunni sem haldin hefur verið árlega frá 2021. Heilsárbúseta í dreifbýli er ekki skylda, heldur er ungum hæfileikakonum, sem flust hafa í þéttbýli til að stunda nám en vilja leggja til síns heimahéraðs, boðið að vera með.

Akademían leggur sérstaka áherslu á frumkvöðlastarf og notkun nýrrar tækni í dreifbýli. Fjallað er um allt frá stafrænni tæknivæðingu lítilla og milli stórra fyrirtækja, aðgang að fjármagni og sjálfbærni fyrirtækja, yfir í að kanna möguleika nýsköpunar á framtíðina fyrir nærliggjandi svæði. Þátttakendur munu taka þátt í vinnufundum, umræðum og rökræðum þar sem blandað er saman lifandi umræðum og hnitmiðaðri leiðsögn.

Umsóknarfrestur er til 30. september. Dómnefnd velur 20 umsækjendur til þátttöku. Þeir fá ferðir og uppihald greitt.

Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar