Kynnir tónlistarmeðferð í Nesskóla
Perla Kolka, tónlistarþerapisti í Neskaupstað, heldur kynningu á tónlistarþerapíu og verkefninu Tónlistarmeðferð í Nesskóla, í grunnskólanum í kvöld. Foreldrafélag Nesskóla stendur að kynningunni, en verkefnið var skömmu fyrir áramót styrkt myndarlega af Menningar- og styrktarsjóði Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað.
Perla mun nú á vorönn í samvinnu við starfsfólk Nesskóla vinna með nemendum í skólanum. Allir áhugasamir og foreldrar barna í Nesskóla eru hvattir til að mæta.
Kynningin verðu í samkomusal Nesskóla í kvöld og hefst kl. 20:30.