Lærðu heil ósköp á tóvinnunámskeiði

„Við erum búnar að læra mjög margt eins og skilja að þel og tog, höfum lært að kemba með gömlu aðferðinni og svo höfum við verið að spinna fyrsta bandið okkar á halasnældu,“ segir Linda Ólafsdóttir.

Hallormsstaðaskóli og Droplaug, hið fljótsdælzka handverksfjélag, héldu nýverið í sameiningu tóvinnunámskeið en það námskeið hluti af námskeiðahaldi handverksfélagsins í gömlum handverkum en til þess fékk félagið góðan styrk  frá Fljótsdalshreppi snemma á árinu. Tóvinna, fyrir þá sem ekki þekkja, er það kallað að vinna band úr ull og svo flíkur úr bandinu.

Sjónvarpsstöðin N4 tók hús á nemendum á námskeiðinu fyrir skömmu en lengi vel hefur lítið verið gert úr gömlum handbrögðum og allt sem nýtt er talið vera betra.

Undir það tekur Guðný Harðardóttir, sauðfjárbóndi, sem einnig tók þátt í námskeiðinu og það að hluta vegna þess að hún telur sig geta nýtt ullina miklu betur með því að vinna úr henni sjálf í stað þess að senda til verksmiðjuframleiðenda.

Sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan:

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.