Langar þig í listamannadvöl á vegum Art Attack í Neskaupstað?
„Við bara hvetjum alla skapandi einstaklinga til þess að sækja um, en það eru örfá laus pláss hjá okkur í júlí og ágúst,” segir Heiðdís Þóra Snorradóttir, verkefnastjóri Art Attack í Neskaupstað, um listamannadvölina sem verkefinu tengist.Eins og Austurfrétt greindi frá fyrir þremur árum er Art Attack verkefnið hugarfóstur Hákon Hildibrand og spratt úr frá vinnuhóp sem nefnist Bærinn okkar Neskaupstaður.
„Nú stendur yfir það sem við köllum „Open call” en þá er opið fyrir umsóknir í listamannadvölina okkar. Um er að ræða mánaðarlanga dvöl þar sem viðkomandi fær fría gistingu og vinnur að verkefni á sínu sviði sem þó verður að nýtast bænum,” segir Heiðdís Þóra.
Er þetta þriðja sumarið sem listafólki er boðið að koma austur og skapa. „Það var alger sprenging fyrsta árið, þá kom fullt af listafólki sem lífgaði verulega upp á bæinn. Það var svo nokkur lægð í fyrra en við ætlum að koma sterk inn núna,” segir Heiðdís Þóra. Hún segir erlenda listamenn hafa verið í miklum meirihluta þeirra sem hafa sóst eftir dvölinni, en vill hvetja alla sem áhuga hafa til þess að leggja inn umsókn.