Langi Seli og Skuggarnir áfram í Söngvakeppninni

Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir komust áfram í úrslitakvöld Söngvakeppninnar á laugardaginn síðastliðinn. Jón Þorleifur Steinþórsson, kallaður Jón Skuggi, spilar á kontrabassa í hljómsveitinni en hann er fæddur og uppalin í Neskaupstað.

Jón Skuggi kemur frá Skuggahlíð í Norðfirði en nafn hljómsveitarinnar, Langi Seli og Skuggarnir, er einmitt fengið þaðan. 

Lagið sem þeir flytja í Söngvakeppninni heitir OK en úrslitakvöldið fer fram næstkomandi laugardag, 4. mars. 

 

Mynd: RÚV, Mummi Lú

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar