Leikfélag ME sýnir Mamma mia! here we go again söngleikinn

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum sýnir söngleikinn Mamma mia! here we go again í komandi viku. Mamma mia! here we go again er söngleikur unnin upp úr samnefndri bíómynd og skartar yfir 10 tónlistaratriðum þar sem nemendur í leikfélaginu syngja, leika og dansa eins og engin sé morgundagurinn. Frumsýning er 15. febrúar klukkan 20:00 í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Leikstjóri söngleiksins er María Pálsdóttir, leikkona frá Akureyri, sem segir æfingaferlið hafa gengið nokkuð vel þrátt fyrir óvænt veikindi og smá afföll í leikarahópnum. „Þetta eru hugrakkir krakkar sem ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur,” segir María.

Þau semja alla dansana sjálf, græja leikmynd, búninga, smink, leikskrá og miðasölu. „Algjörar hetjur” segir leikstjórinn stolt af hópnum.

María hvetur fólk til að mæta í Sláturhúsið og njóta sýningarinnar og framlags ungu kynslóðarinnar til leiklistarinnar. Hún segir sýningartímann snarpan því ásóknin í Sláturhúsið sé mikil. „Drífið ykkur í að panta miða svo þið missið ekki af,” bætir María við.

Frumsýningin er sem áður segir á miðvikudaginn þann 15. febrúar en svo eru fjórar aðrar sýningar 17., 18. og 19. febrúar.

Mynd: Lánuð af síðu ME

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.