Leikmaður Þróttar á daginn en Herra Katalónía á kvöldin

Jesús Maria Montero Romero, leikmaður karlaliðs Þróttar Neskaupstað í blaki gerði sér lítið fyrir og var kosinn Herra Katalónía um þar síðustu helgi. Hann ætlaði að skjótast til Spánar til að taka þátt í undakeppni fyrir keppnina Herra Katalónía en ferðin reyndist mikið ævintýri. 

  

Hann átti ekki aðeins góðan leik síðustu helgi þegar hann var stigahæstur í sigri Þróttar Nes á Vestra 3-1 heldur skoraði hann einnig flest stig, ef svo má segja, í fegurðarsamkeppninni Herra Katalónía sem fram fór fyrir rúmri viku síðan. 

Það eru margar álíka keppnir á Spáni en þetta er hin opinbera keppni Herra Spánar og Herra Katalónía sem Jesús tók þátt í er forkeppni fyrir hana. Hann segir að möguleikar þess sem vinnur aðalkeppnina við að starfa í tískuheiminum séu talsvert miklir eftir á og hefur hann mikinn áhuga á að gera það.

Jesús segir að hann hafi alltaf haft áhuga á heimi tískunnar og ákvað að kynna sér keppninga Herra Spánn. „Ég sá auglýsingu á Facebook í fyrra þar sem verið var að auglýsa keppina Herra Katalónía og ákvað að bara að kíla á það og skrá mig. Svo ef maður sigrar hana keppir maður í Herra Spánn. Sem er mjög spennandi,“ segir Jesús. 

Hann segir það hafa verið mjög spennandi að standa á sviðinu og bíða úrslitanna. „Ég var alls ekki viss hvernig þetta færi, þetta var svo jafnt fram á síðustu stundu. Svo þegar kynnirinn sagði nafnið mitt varð ég auvitað mjög glaður og hugsaði líka með með mér að mér hafi tekist það og væri nú einu skrefi nær markmiði mínu.“

Ferðalagið til Spánar var ekki það auðveldasta. „Ég lagði afstað frá Neskaupstað snemma morguns þann 14. Janúar og var komin til Barcelona að morgni þann 16. Innanlandsfluginu mínu var aflýst vegna veður og þá missti ég af fluginu minu til Spánar. 

Ég þurfti því að kaupa annað flug út með stoppi í London því það var eina flugið sem að kom mér í tæka tíð fyrir keppnina en ég samt mætti ég of seint. Sem betur fer voru skipuleggjendur keppninnar skilningsríkir og þetta var því ekkert vandamál,“ segir Jesús.

Ferðalagið til baka var ekkert skárra. Hann þurfti að leggja afstað heim til Íslands degi á eftir áætlun en komst með heppni heim í tæka tíð til að ná leikjunum tveimur með þrótti síðastliðna helgi. „Það þýðir ekkert annað taka svona geggjun nema með jákvæðni og gleði."

 

 

Jesús Maria Montero Romero í búningi Þróttar Nes. 

Jesús ásamt öðrum vinningshöfum í keppnunum Ungfrú og Herra Katalónía. 

Myndirnar eru aðendar. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar