Leiðrétting frá Austurglugganum
Austurglugginn vill koma á framfæri leiðréttingu á frétt sem birtist í blaðinu í dag. Fréttin fjallar um húsleit lögreglunnar sem gerð var á Egilsstöðum í síðustu viku. Í fyrirsögn fréttarinnar segir: „Fíkniefni finnast hjá eiganda Thai Thai”. Það er ekki rétt fyrirsögn, því í húsleit lögreglunnar fundust aðeins kanabisfræ og fíkniefnaáhald. Áhaldið er að sögn þess sem húsleitin var gerð hjá ýmist notað til að drýgja kanabisefni eða til tegerðar. Fíkniefnaleitin var gerð í íbúðarhúsnæði, þar sem fræin og tólið fannst, og tveimur bifreiðum samkvæmt dómsúrskurði. Lögreglan fékk heimild til leitar á veitingastaðnum með leyfi rekstraraðila staðarins.
Þess vegna er frétt Austurgluggans röng og er eigandi veitingastaðarins Thai Thai beðinn afsökunar á þessum mistökum.
Rekstraraðilar staðarins hafa gert athugasemdir við myndbirtingu Austurgluggans af veitingastaðnum.
Einar Ben Þorsteinsson ritstjóri.