Leita að fólki til að taka þátt í uppsetningu leikverks á Skriðuklaustri

Hópurinn Sviðsverkur ætlar að setja upp leikverk á Skriðuklaustri í lok júlí og leitar nú að fólki til að taka þátt í uppsetningunni.

Um er að ræða leikverk byggt á bók Gunnars Gunnarssonar, Sælir eru einfaldir, sett upp á heimaslóðum hans á Skriðuklaustri. „Þetta er spennandi leiksýning þar sem áhorfendur munu fá að stíga inn í heim bókarinnar og erum við að leita að fólki til að taka þátt í uppsetningu verksins með okkur,” segir í tilkynningu frá hópnum.

Haldinn verður kynningarfundur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum miðvikudaginn 29. júní, „okkur langar að bjóða öllum sem hafa áhuga á kynnast verkefninu og mögulega taka þátt í því að koma og hitta okkur. Við erum bæði að leita að fólki til að leika í verkinu og aðstoða okkur við aðrar hliðar uppsetningarinnar,” segir í tilkynningunni.

Sviðsverkur stóð fyrir leiklistarsmiðju á Skriðuklaustri í vetur þar sem en þar sem unnið var með texta Gunnars með það í huga að prófa hin ólíku rými Skriðuklausturs og kanna sviðsetningarmöguleika. Hópurinn samanstendur af Þorvaldi S. Helgasyni, Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur og Evu Halldóru Guðmundsdóttur.

Fundurinn á miðvikudaginn hefst kl. 6 og boðið verður upp á kaffi og með því.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar