Áletruð líkkista

Á Skriðuklaustri var í dag opnuð áletruð líkkista. Kistan er með þeim stærri sem fundist hafa í fornleifauppgreftrinum á Klaustri.

 

ImageÁletrunin er inni í hring sem er um 12 sm í þvermál. Svo virðist sem stafurinn S sé lengst til vinstri í henni en önnur tákn var ekki hægt að greina í dag. Í fyrra fannst önnur kista, með áletruninni GAD, á sama svæði í uppgreftrinum. Báðar kisturnar eru í stærri kantinum, sú sem var opnuð í dag heldur stærri en sú sem fannst í fyrra. Hún er um tveir metrar á lengd. Textíll fannst á beinagrindinni í kistunni í dag.
Dagný Arnarsdóttir, fornleifafræðingur, segir erfitt að segja til um skyldleika milli áletruðu kistnanna. „Það er ekki ósennilegt að hér hafi verið grafin fjölskylda en slíkt tíðkaðist ekki endilega á miðöldum.“ Lítil barnakista fannst þétt upp við kistuna í fyrra. Ekki er komið í ljós fyrir hvað áletrunin GAD stendur. „Um það eru ýmsar kenningar. Þetta gæti verið fangamerk en stafirnir hafa einnig sést á legsteinum á eftir texta.“
Image

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar