Léttir og skemmtilegir tónleikar í kirkju- og menningarmiðstöðinni

Á sunnudaginn næstkomandi, konudaginn, verða tónleikar í kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði klukkan 16:00. Tónleikarnir bera heitið Þúst og eru á vegum listamannafélagsins Mela sem var stofnað árið 2019 í þeim tilgangi að efla starfsvettvang listafólks á Austurlandi. Markmið félagsins er að setja upp fjölbreytta og metnaðarfulla listviðburði á Austurlandi en tónleikarnir Þúst eru fimmta verkefni félagsins.

Listamannafélagið Mela samanstendur af listamönnum sem allir hafa tengingu við Austurland. Hópurinn hefur haldið einn stóran viðburð á hverju ári frá stofnun þar sem þau frumflytja verk og halda kammertónleika.

Í ár frumflytur hópurinn verk eftir Ara Hálfdán Aðalgeirsson, tónsmið, sem hann samdi við ljóð Gyrðis Elíassonar. Verkin eru sérstaklega samin fyrir Mela hópin og verða frumflutt á tónleikunum.

Berta Dröfn Ómarsdóttir, einn af stofnendum Mela, segir samsetningu hópsins einkum skemmtilega og fjölbreytta. Hún sjálf er sópran söngkona, en hópmeðlimirnir spila á þverflautur, óbó, klarínett og gítar.

Berta segir efnisskránna hressa og lifandi. Að þau muni fyrst og fremst að frumflytja verkin eftir Ara Hálfdán Aðalgeirsson en verða líka með verk eftir Friðrik Margrétar- Guðmundsson, tónsmið, sem hann samdi árið 2021. Verkið er samið við ljóð Ingunnar Snædal úr ljóðabók hennar „Komin til að vera, nóttin” sem kom út árið 2009. Hópurinn frumflutti verk Friðriks í Covid takmörkunum og endurtaka leikinn í ár við engar takmarkanir. Berta segir verkin mjög skemmtileg og að þetta verði léttir og skemmtilegir tónleikar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.