Ljósin slökkt á Seyðisfirði fyrir afturgöngu
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. okt 2021 15:36 • Uppfært 26. okt 2021 15:36
Slökkt verður á ljósunum á Seyðisfirði á föstudagskvöld áður en afturganga leggur af stað um bæinn. Viðburðurinn er hluti af Dögum myrkurs á Austurlandi.
Slökkt verður á götulýsingunni auk þess sem íbúar eru hvattur til að myrkva hús sín klukkan 18:00.
Eina upplýsta húsið verður Vjelsmiðja Jóhanns Hanssonar. Þar safnast fólk saman og leggur af stað með ljóstýru að Hótel Öldunni þar sem tekið á verður á móti hópnum um klukkan hálf átta með veitingum og jafnvel fleiru.
Göngufólk er hvatt til þess að koma með luktir, blys, kyndla, höfuðljós eða einhverja ljóstýru með sér í gönguna.