Ljósmyndasýning í minningu Skarphéðins G. Þórissonar

Síðdegis í dag verður formleg opnun ljósmyndasýningarinnar Hreindýralandið í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þar eru sýndar fjölmargar fallegar ljósmyndir sem líffræðingurinn Skarphéðinn G. Þórisson náði af þessum tignarlegu dýrum Austurlands á meðan hann lifði.

Skarphéðinn féll sem flestum er kunnugt um frá í hörmulegu flugslysi síðasta sumar ásamt tveimur öðrum einstaklingum en hópurinn var þá við hreindýratalningar. Þann starfa hafði Skarphéðinn lengi auk annars fyrir Náttúrustofu Austurlands og oft með myndavél í för í ferðum sínum.

Á sýningunni, sem er í hans minningu, má berja augum ýmsar fallegustu myndirnar sem hann tók af hreindýrum hér og þar í fjórðungnum og fangaði oft merkileg augnablik í lífi dýranna en ekki síður var Skarphéðinn fundvís á önnur falleg andartök í náttúrunni sjálfri, umhverfinu og í og við slóðir hreindýranna bæði á láglendi og hálendi.

Sýningin mun standa uppi í Sláturhúsinu allt fram til 15. ágúst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar