Læknir leystur tímabundið frá störfum
,,Hannes Sigmarsson, yfirlæknir við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, hefur í dag verið leystur, tímabundið, frá starfsskyldum sínum við Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vegna rannsóknar á reikningum frá honum."
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Einari Rafni Haraldssyni, framkvæmdastjóra HSA. Hannes er einn fjögurra lækna sem starfað hafa við Heilsugæslu Fjarðabyggðar.
Mál Hannesar hefur verið til skoðunar hjá HSA nokkra hríð og snýr einkum að vinnulagi og kostnaði sem mun hafa verið mjög á skjön við það sem tíðkast annars staðar innan HSA. Er þar einum um að ræða vinnu læknisins utan dagvinnutíma.