Lokahönd lögð á fullkomið námsver á Reyðarfirði

AFL Starfsgreinafélag hefur fest kaup á Búðareyri 1 á Reyðarfirði. Þar verður starfrækt námsver á vegum AFLs, Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnets Austurlands. Að auki flyst Reyðarfjarðarskrifstofa AFLs í húsið. Frágangur við neðri hæð þess er nú á lokastigi og hefst starfsemi þar í lok næstu viku.

vefur_bareyri_1_copy.jpg

Að sögn Sverris Mar Albertssonar, framkvæmdastjóra AFLs, er húsnæðið, sem er á tveimur hæðum og gengur undir nafninu Litli Molinn, alls 726 fermetrar. Neðri hæðin verður lögð undir námsver og þar verður aukinheldur skrifstofa AFLs og fundaraðstaða. Á efri hæð verða svo skrifstofur þegar á líður. Neðri hæðin er að verða tilbúin og fyrst verður flutt inn á hana til að byrja með. Farið verður í að hólfa efri hæð niður og innrétta á næstu vikum. Starfsemi hefst í hinu nýja húsnæði í lok næstu viku, en formleg opnun þess verður 23. janúar næstkomandi.

,,Við erum að koma upp toppaðstöðu til starfsendurhæfingar, sí- og endurmenntunar félagsmanna okkar hér á svæðinu, auk þess sem við flytjum skrifstofuna um set. Við leigjum svo afganginn af húsinu út frá okkur,“ segir Sverrir.

AFL áformar að selja gamla verkalýðshúsið við Brekkugötu á Reyðarfirði, auk eldra skrifstofuhúsnæðis við Búðareyrina.

afl_vefur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar