Lomberslagur við Húnvetninga
Laugardaginn 12. apríl munu Austfirðingar mæta Húnvetningum í lomberslag að Öngulsstöðum í Eyjafirði. Reiknað er með að allt að 20 manns úr hvorum landshluta mæti og spili frá hádegi til kvölds. Er þetta í þriðja sinn sem efnt er til viðburðar af þessum toga en austanmenn mættu norðanmönnum 2005 og 2007 og fóru Húnvetningar með sigur af hólmi í bæði skiptin. Austfirðingar eiga því harma að hefna. Það er Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri sem heldur utan um lombermálin eystra og geta þeir sem hafa áhuga á að fara norður haft samband í síma 471-2990.