LungA hefst í kvöld

Í kvöld hefst formleg dagskrá á listahátíðinni LungA á Seyðisfirði en hátíðin hefur verið haldin frá árinu 2000.

Í kvöld verða listsýningarnar Ertu búin að borða opnuð í gallerí Herðubreið og Pillow talk í Glerboxinu en báðar sýningarnar verða opnar alla vikuna. Aðaláhersla LungA í gegnum árin hafa verið á listasmiðjur og verður engin breyting á því í ár.

Tónlist verður einnig áberandi og í vikunni verða nokkrir slíkir viðburðir. Á fimmtudagskvöldið stígur Countess Malaise á svið á Lárunni og á sama stað daginn eftir verður blásið til karókíkvölds.

LungA lýkur svo formlega á laugardagskvöldið með stórtónleikum í íþróttahúsinu þar sem fram koma: Sakana, DJ Unnur Birna, Vill, Inspector Spacetime, Vök, GusGus og DJ Yamaho.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.