
LungA hefst í kvöld
Í kvöld hefst formleg dagskrá á listahátíðinni LungA á Seyðisfirði en hátíðin hefur verið haldin frá árinu 2000.Í kvöld verða listsýningarnar Ertu búin að borða opnuð í gallerí Herðubreið og Pillow talk í Glerboxinu en báðar sýningarnar verða opnar alla vikuna. Aðaláhersla LungA í gegnum árin hafa verið á listasmiðjur og verður engin breyting á því í ár.
Tónlist verður einnig áberandi og í vikunni verða nokkrir slíkir viðburðir. Á fimmtudagskvöldið stígur Countess Malaise á svið á Lárunni og á sama stað daginn eftir verður blásið til karókíkvölds.
LungA lýkur svo formlega á laugardagskvöldið með stórtónleikum í íþróttahúsinu þar sem fram koma: Sakana, DJ Unnur Birna, Vill, Inspector Spacetime, Vök, GusGus og DJ Yamaho.
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.