Málningin endurnýjuð á Regnbogagötunni
Seyðfirðingar komu saman miðvikudaginn í síðustu viku og endurnýjuðu málninguna á Norðurgötu. Hún er betur þekkt sem Regnbogagatan og er orðið eitt helsta kennileyti Seyðisfjarðar.Það var í aðdraganda hinsegin daga árið 2016 sem ráðist var í að mála götuna fyrst í regnbogalitunum. Til stóð að fara í lagfæringar og því þótti ekki tiltölumál að leyfa að mála götuna.
En regnbogalitirnir hafa ekki farið neitt síðan. Þeir vissulega dofna yfir veturinn en í sumarbyrjun safnast Seyðfirðingar saman og hjálpast að við að endurnýja þá.
Síðasta sumar var litunum í götunni fjölgað til að endurspegla nýrri skilgreiningar um fjölbreytileika hinsegin samfélagsins.
Norðurgatan er í daglegu tali þekkt sem Regnbogagatan eða Regnbogastræti. Hún hefur síðan orðið eitt af einkennismerkjum bæði Seyðisfjarðar og Austurlands. Um það bera þúsundir pósta á samfélagsmiðlum merki um þar sem gatan er í forgrunni.
Myndir: Unnar Erlingsson