Skip to main content

Málstofu um heimagrafreiti frestað

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. sep 2021 09:23Uppfært 28. sep 2021 09:57

Málstofu um heimagrafreiti, sem halda átti í Kirkjuselinu í Fellabæ í dag, hefur verið frestað vegna veðurs.


Til stóð að dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, myndi ræða um þær vinsældir sem heimagrafreitir nutu á tímabilinu 1880-1960, ekki síst á Austurlandi þar sem fjölda þeirra er að finna.

Aftakaveður er víða um land og ekki ferðafært. Þess vegna kemst Dr. Hjalti ekki austur að þessu sinni. Búið er að ákveða að halda fyrirlesturinn 19. október.

Mynd úr safni.