Markaður og sýning í Salthúsinu á Stöðvarfirði

Á dögunum bættist við  nýjung í afþreyingu fyrir ferðamenn á Stöðvarfirði þegar Salthúsið opnaði formlega.   Það eru frumkvöðlanir Magnús Sigurðsson og Einþór Skúlason sem einnig reka Gistihúsið Sólhól á Stöðvarfirði sem eiga frumkvæði að þessu verkefni. Um er að ræða 1000 m2 aflagt fiskvinnsluhús í hjarta bæjarins sem nýtt er á veturna sem geymsla fyrir húsbíla og fellihýsi en hefur staðið autt á sumrin, hugmyndin var að gæða húsið lífi enda stendur það við aðalgötuna í miðjum bænum skammt frá veitingahúsinu Brekkunni og Galleri Snærós. 

salths_stvarfiri.jpg

Fjöldi fólks heimsækir Stöðvarfjörð á hverju sumri og er það Steinasafn Petru sem dregur flesta að en auk þess og annarar afþreyingar í bænum geta nú ferðamenn heimsótt Salthúsið og kynnst Stöðvarfirði enn betur.   Í húsinu er glæsilegur markaður, auk ljósmyndasýningar sem sýnir fiskverkun á Stöðvarfirði í gegnum árin, video verk frá Gjörningaklúbbnum ILC Thank You og sýning á myndum frá náttúru Stöðvarfjarðar. 

 

Ýmislegt fleira verður í boði í sumar og ýmsar uppákomur í húsinu þar sem  húsnæðið er mjög stórt eru möguleikarnir miklir. Þóranna Lilja Snorradóttir formaður Menningar-, íþrótta- og ferðamálanefndar opnaði húsið formlega og bauð fólk velkomið.  Markaðurinn verður opin frá kl. 10:00-16:00 alla daga vikunnar í sumar frá til 23 ágúst.  Frá þessu greindi á vef Fjarðabyggðar og er myndin þaðan sömuleiðis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.