Markmiðið að hafa fleiri úti í sal en uppi á sviði

Pönksveitin DDT skordýraeitur úr Neskaupstað heldur útgáfutónleika sína í Egilsbúð í kvöld. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar „Brennivín og berjasaft“ kom út skömmu fyrir jól og rataði í jólapakkana hjá mörgum Norðfirðingum.

„Við fengum hana í hendurnar 13. desember. Hún fór í jólapakka hjá Síldarvinnslunni svo henni var ekki bara dreift meðal okkar nánustu,“ segir Þorvarður Sigurbjörnsson, bassaleikari sveitarinnar.

Fyrir hann er draumur að rætast með útgáfu plötunnar sem hann hafði varla leyft sér að dreyma. „Ég hefði aldrei trúað að ég ætti eftir að gefa út plötu á lífsferlinum.

Ég fór fyrst í tónlistarskóla eftir að ég flutti austur, var þá 2-3 vetur. Síðan safnaði bassinn ryki þar til þessi hljómsveit var stofnuð fyrir 5-6 árum.“

Þorvarður segir að í kvöld verði platan spiluð í heilu lagi. Þá sé fereykið í DDT sárasótt reiðubúið með uppklappslög „ef einhver nennir að hlusta á það.“ Hann lofar annars „hávaða og fjöri“ í kvöld.

Þorvarður segir félagana annars gera sér hóflegar væntingar fyrir kvöldið, eins og vanalega þegar sveitin kemur fram. „Markmiðið er að hafa fleiri í salnum en uppi á sviði.“

Á undan DDT skordýraeitri spilar unglingapönksveitin Sárasótt sem kemur frá Stöðvarfirði. „Það er ótrúlega skemmtilegt band sem er komið með hálftíma efnisskrá,“ segir Þorvarður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar