ME brautskráði 25 stúdenta fyrir jól

Menntaskólinn á Egilsstöðum útskrifaði um miðjan desember 25 nýstúdenta í jólaútskrift skólans. Verðlaunum við útskrift var fækkað í samræmi við nýja stefnu skólans.

Árni Ólason, skólameistari, segir að í haust hafi verið ákveðið að tóna niður verðlaunaafhendingar við útskriftir. Það sé í takt við tíðarandann í framhaldsskólum landsins þar sem áherslan sé meiri á ferli námsins sem endurspeglist í prófskírteininu. Þar komu fram einkunnir, ástundun og hvaða áföngum neminn hafi lokið sem aftur ræður mestu um hvaða leiðir nemar geta valið sér síðar meir.

Eva Pálína Borgþórsdóttir fékk þó hæstu meðaleinkunn útskriftarnemanna, 9,32.

Að þessu sinni útskrifuðust 12 nemar af félagsgreinabraut, 9 af opinni braut, 3 af náttúrufræðibraut og 1 af listnámsbraut.

Mynd: Menntaskólinn á Egilsstöðum

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.