Orkumálinn 2024

ME mætir Versló í kvöld

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum mætir í kvöld Verzlunarskóla Íslands í annarri umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Lið Verkmenntaskóla Austurlands komst áfram í aðra umferð sem eitt af stigahæstu tapliðunum.

ME mætti Menntaskólanum á Ásbrú í fyrstu keppni ársins og vann hana, 20-9. ME á heldur lengri sögu í keppninni því skólinn á Ásbrú keppir nú í annað sinn, enda nýlega stofnaður.

Önnur umferðin hefst í kvöld og þar mætir ME Versló. Viðureignin er sú fyrsta á dagskrá, klukkan 19:00 og verður í beinni vefútsendingu. Sigurvegarinn vinnur sér sæti í sjónvarpshluta keppninnar.

VA tapaði fyrir Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Þar hafði VA færi á að jafna með réttu svari í síðustu spurningu en giskaði rangt. FÁ fékk þar með svarréttinn, svaraði rétt og vann 25-21. VA komst hins vegar áfram sem eitt af þremur stigahæstu tapliðunum og mætir Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á miðvikudagskvöld.

Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var ranghermt að VA hefði fallið úr leik eftir tapið. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Lið ME. Katrína Edda Jónsdóttir, Heikir Hafliðason og Rafael Rökkvi Freysson. Mynd: ME


 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.