ME til leiks í Gettu betur í kvöld
Menntaskólinn á Egilsstöðum mætir til leiks í fyrstu keppni Gettu betur 2016 þegar liðið mætir Kvennaskólanum í Reykjavík. Verkmenntaskóli Austurlands keppir á miðvikdagskvöld.
Lið ME skipa þau Þuríður Nótt Björgvinsdóttir, Alexander Ingi Jónsson og Gísli Björn Helgason en varamaður er Ása Þorsteinsdóttir. Keppnin hefst klukkan 19:30.
Á sama tíma á miðvikudagskvöld keppir VA gegn Borgarholtsskóla. Lið VA samanstendur af Mörtu Guðlaugu Svavarsdóttur, Sigurði Ingva Gunnþórssyni og Þorvaldi Marteini Jónssyni. María Rún Karlsdóttir og Jökull Logi Sigurbjarnarson eru varamenn.
Austfirsku liðin hafa átt erfitt uppdráttar síðustu ár en Borgarholtsskóli og Kvennaskólinn hafa átt sterk lið síðustu ár.
Bryndís Björgvinsdóttir er nýr spurningahöfundur við hlið Steinþórs Helga Arnsteinssonar í stað Margrétar Erlu Maack. Björn Teitsson aðstoðar þau. Spyrill er Björn Bragi Arnarson.