Metfjöldi á reiðnámskeiði Freyfaxa í ár

Í vetur stendur Hestamannafélagið Freyfaxi fyrir reiðnámskeiði fyrir börn og unglinga líka og undanfarin tíu ár. Á námskeiðinu er farið í undirstöðuatriði reiðmennsku og einnig er bóklegur hluti námskeiðsins þar þátttakendur læra um hestinn. Aldrei hefur verið eins góð þátttaka og í ár eða 55 krakkar. 

 

„Þetta er bara á veturna hjá okkur og verður bara vinsælla og vinsælla. Þátttakendum fer alltaf fjölgandi og núna í ár tólf fleirri krakkar en í fyrra og því metfjöldi eða 55 krakkar,“ segir Ellen Thamdrup þjálfari og umsjónarmaður námskeiðsins. 

Hún bendir einnig á að margir koma aftur og aftur á þessi námskeið en svo er misjafnt hvernig áhugi krakkanna þróast og aðrar íþróttir eða áhugamál taka yfir. 

Á vefsíðu Freyfaxa kemur fram að á námskeiðinu verður kennd almenn hesta- og reiðmennska, bæði verk-og bókleg. 

Í bóklega hlutanum er stuðst við efni sem gert er af Ellen og knapamerkjabókunum 

„Þar læra krakkarnir um hrossin. Það var aldrei til neitt efni á íslandi um þetta svo við ég þurfti að hugsa þetta upp á nýtt. En undanfarin hef ég verið þróa kennsluefni með Angeliku Liebermeister reiðkennara, sem kennir með mér á námskeiðinu,“ útskýrir Ellen.

„Í byrjun var það þannig að ég sá um reiðkennsluna en Angelika um hestaleikina en í dag kennum við allt saman. Að auki sér Angelika um að kenna knapamerkin. Ég aðstoða hana aðeins við það en hún sér alfarið um það."

Hún segir að þð er hægt að gera svo margt með hestum. Ekki bara sitja á baki og læra gangtegundirnar. Þar koma til hestaleikirnir inn. 

"Sem dæmi get ég nefnt að við setjum stundum upp þrautabraut sem krakkarnir fara í gegnum með hestunum sínum. Stundum skiptum við í lið og látum þau keppa í þrautum. Þar að auki notum þrautabrautina við að kenna frekari færni og tækni. Þetta er mjög fjölbreytilegt hjá okkur,“ segir Ellen.

Ellen er margreyndur þjálfari og tamningamaður. Hún er búin að kenna síðan 1983. Fyrst í Danmörku og svo hér á Íslandi. Það er því greinilegt að þátttakendurnir eru í góðum höndum hjá þeim Angeliku

 

Knapi framtíðarinar sýnir listir sínar undir handleiðslu Angeliku Liebermeister. Myndin er fengin af vef Freyfaxa. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar