Mistök í Útsvari?

Dómara Útsvars kunna að hafa orðið á mistök þegar hann gaf Fljótsdalshéraði rangt fyrir svar þeirra við fimmtán stiga spurningu um Íslendingasögu.

 

ImageSpurt var í hvaða Íslendingasögu sé sagt frá því þegar berserkirnir Leiknir og Hallur eru drepnir þegar þeir koma úr baði. Fljótsdalshérað giskaði á Vígastyrs-sögu en rétt svar var sagt vera Eyrbyggja.
Í handriti af Íslendingasögum, prentuðu árið 1829 í Kaupmannahöfn og er aðgengilegt í gegnum Google books, segir frá drápum á Halla og Leikni í Ágripi af Víga-Stýrssögu og Heiðarvígasögu, eftir Jón Ólafsson Grunnvíking. Þar segir frá því þegar Stýrr býr berserkjunum tveimur svo heitt bað að annar springur inni,  hinn sleppur út en dettur beint fyrir framan Stýrr sem er með öxi sína upp reidda. Hefði Fljótsdalshérað svarað spurningunni rétt hefði liðið komist yfir og sett aukna pressu á lið Kópavogs, sem síðar vann keppnina.

Smellið hér til að lesa kaflann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar