Boðað hefur verið til mótmælafundar í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum kl. 15:00 á morgun. Til fundarins er boðað að fyrirmynd mótmælafunda á Austurvelli í Reykjavík og víðar seinustu mánuði til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í kringum efnahagshrunið og krefjast kosninga. Frummælendur á fundinum á Egilsstöðum verða Björgvin Valur Guðmundsson og Ingunn Snædal.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.