Mótmælt í miðbæ Egilsstaða

Um þrjátíu manns þegar mest lét stóðu mótmælavakt í miðbæ Egilsstaða í kvöld og kröfðust þess að ríkisstjórnin færi frá. Voru mótmælendur með gjallarhorn og ýmis ásláttarhljóðfæri til að undirstrika kröfu sína. ,,Ekki meir Geir" hljómaði í kvöldloftinu. ,,Við ætlum að hittast hér aftur annað kvöld kl. 20 og halda áfram mótmælum" sögðu ungar konur sem staðið höfðu mótmælavaktina frá því um kvöldmatarleytið. Fólkið kveikti eld á planinu og notaði til þess vörubretti. Óeinkennisklæddur lögreglumaður birtist þegar líða tók á mótmælafundinn og tók mynd af viðstöddum. Fundurinn fór einkar friðsamlega fram.

mtmli_vefur_1.jpg

Frummælendur á mótmælafundi í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum næstkomandi laugardag verða Þórður Mar Þorsteinsson menntaskólakennari og Guðveig Eyglóardóttir bóndi. Fundurinn hefst kl. 15.

mtmli_vefur_2.jpg

 

 

 

Ljósmyndir/Steinunn

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar