Myndasýning frá Aconcagua í Argentínu

Sæmundur Þór Sigurðsson vann það afrek á dögunum að ganga á hæsta fjall veraldar utan Himalaya, tind Aconcagua í Andesfjöllunum í Argentínu, skammt frá landamærum Chile. Hann verður með myndasýningu á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs næstkomandi mánudag kl. 20 í Hlymsdölum, Miðvangi 6. Sæmundur Þór var til skamms tíma með fyrirtækið Viðhald fasteigna og starfaði í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði. Hann er nú fjallaleiðsögumaður og landvörður í Mývatnssveit.

aconcagua_-_argentina_-_january_2005_-_by_sergio_schmiegelow.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar